Switch to Accessible Site
slogan
Blue Mountains
Blue Mountains

Um mig 

Við Leifstöð árið 1999 með dr. Albert Ellis, klínískum sálfræðingi. 
Ellis, sem var frumkvöðull hugrænnar atferlismeðferðar, 
hélt hér námskeið um skammtímameðferð (Brief REBT)
og um fíknir og öfga í persónugerð.
Dr. Gunnar Hrafn Birgisson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hefur rekið eigin sálfræðistofu frá 1993. Sérhæfing hans er í Rational Emotive & Cognitive Behavioral Therapy (RE & CBT) eða rökræn tilfinninga og hugræn atferlismeðferð (RT & HAM).

Gunnar er forstöðusálfræðingur fyrir Sálfræðiráðgjöf háskólanema við Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Þar handleiðir hann Cand. Psych. útskriftarnema í klínískri sem veita háskólanemum og börnum þeirra sálfræðimeðferð.

Gunnar lauk meistaragráðui (M. A.) í klínískri sálfræði árið 1991 og doktorsgráðu (Psy. D.) í sömu grein frá
California School of Professional Psychology (CSPP), Los Angeles í Bandaríkjunum árið 1993. 
Einnig B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1989.
Í námi og starfsþjálfun við CSPP sérhæfði Gunnar sig í hugrænni atferlismeðferð, aðallega 
REBT og  CT. 
 
Ferill:
Árið 1993 hlaut Gunnar íslensk starfsréttindi sem sálfræðingur.
Árið 1999 fékk hann sérfræðiviðurkenningu sem klínískur sálfræðingur frá Heilbrigðisráðuneytinu.  
Meðlimur í bandaríska sálfræðingafélaginu (American Psychological Association) frá 1995 með félagsnúmerið 7892-9951.
Árið 1998 hlaut hann bandarísk starfsréttindi (nr. WI 2080-057) sem sálfræðingur.
Á árunum 1993-1996 starfaði Gunnar sem yfirsálfræðingur Barnaverndarráðs Íslands og
Árin 1996-1998 var hann sálfræðingur og um tíma deildarstjóri á Fjölskylduþjónustu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. 


Réttarsálfræði
Gunnar er tilnefndur af Dómstólasýslunni sem sérfróður meðdómsmaður. Hann hefur sem dómkvaddur matsmaður gert fjölda athugana fyrir réttarkerfið í forsjár- og umgengnismálum. Einnig verið sáttamaður í yfir tvö þúsund slíkra mála. Einnig unnið sem dómkvaddur matsmaður við greiningar á sakhæfi, ofbeldismál, kynferðisbrotamál og barnavernd.
Hann hefur sinnt ýmiskonaar áfallameðferð, m.a. fyrir öryggisfyrirtæki og lögregluna.

 
Á meðal ritverka:
Birgisson, G. H. (2016). Fjölskyldusáttameðferð í deilum foreldra um börn. Í  Andri S. Björnsson, Guðfinna Eydal 
     og Katrín Kristjánsdóttir (ritstj.), Af sál: Greinasafn handa Álfheiði Steinþórsdóttur sálfræðingi (bls. 171-200). 
     Reykjavík: Háskólaútgáfan.


Birgisson, G. H. (2016). Börn sem hafna samvist við foreldri sittMorgunblaðið, 28. maí 2016.

Birgisson, G. H. (2009).
Foreldra firringar heilkenni í forsjárdeilum: Þekking eða blekking? marit lögfræðinga, 2, 165-195.

Frá árinu 1993 hefur Gunnar rekið eigin sálfræðistofu og í fullu starfi frá 1998.
Þar veitir hann sálfræðilega meðferð fyrir einstaklinga við kvíða, þunglyndi, reiði, streitu og áföllum.
Hann sérhæfði sig í hugrænni atferlismeðferð  og í para- og fjölskyldumeðferð.  

Gunnar hefur skrifað í Vefrit Sálfræðingafélags Íslands um jákvæða sálfræði sem hann bæði kennir og nýtir í sálfræðimeðferð. 
Hann hefur skrifað greinar um álitaefni í sálfræðimeðferð og fleira í blöð og tímarit, auk þess komið fram í fjölda þátta í útvarpi og sjónvarpi.
Hann er höfundur Stattu með þér, sem er fyrsta bókin á íslensku um hugræna atferlismeðferð.   

Í störfum sínum leggur Gunnar áherslu á það að fólk öðlist innri styrk til að takast á við mótlæti í lífinu, að það geti fundið fyrir andlegu og líkamlegu jafnvægi og notið lífshamingju.
Hann þjálfar fólk í til að nota hjálplegt hugarfar; að auka jákvæðar tilfinningar; að styrkja tengsl og samskipti við aðra; og  til að eflast í að ná settum markmiðum sínum.  

Undanfarin ár hefur Gunnar lagt áherslu á samspil þekkingar vestrænna vísinda og austrænnar heimspeki og það hvernig þetta nýtist fólki við geðrækt og persónueflingu.
Hér má nefna jákvæða sálfræði og áhrif búddisma, jóga, Qi-Gong, og hugleiðslu á huga og líkama.  

Frá því í apríl 1979 hefur Gunnar lært og stundað meðferðarstörf. Hann á að baki mikinn fjölda námskeiða um meðferð við margvíslegum sálrænum vanda og geðrænum kvillum.
Þar má t.d. nefna nám og framhaldsnám í fjölskyldumeðferð (Institut fur Paar und Familientherapie, 1982-5); og framhaldsnám í hugrænni atferlismeðferð (Albert Ellis Institute 1996-1997). 

Gunnar er meðlimur í eftirtöldum fagfélögum á Íslandi: 

 

 

 

Schedule Appointment

Start your new path in life and be the change today!

CLICK HERE