Switch to Accessible Site
slogan
Blue Mountains
Blue Mountains

Velkomin

 

Gunnar Hrafn Birgisson er klínískur sálfræðingur með yfir 40 ára reynslu af greiningu og sálfræðimeðferð. Hann sérhæfður í Rökænni tilfinninga- og atferlismeðferð (Rational Emotive Behavior Therapy eða REBT, https://albertellis.org) og meðlimur í alþjóðasamtökunum https://www.iarebt.org/. REBT er hin upprunalega hugræna atferlismeðferð (HAM). Hágæða rannsóknir á yfir 50 árum sýna að REBT skilar árangri eins og best gerist. Það á við um fjölþættan vanda fólks á öllum aldri og hvort sem REBT er nýtt við kennslu, ráðgjöf eða í sálfræðimeðferð. 

Gunnar hefur einnig sérhæft sig í Strategískri para- & fjölskyldumeðferð. Hann hefur stundað fjölskyldu-sáttameðferð; unnið rannsóknir á fjölskyldum þar sem foreldrar deila um forsjá og umgengni við börn; og unnið með þolendur og gerendur í misneytingar og ofbeldismálum. 

Gunnar hefur í 30 ár sinnt matsvinnu fyrir dómstóla og barnaverndarnefndir; sáttamiðlun fyrir sýslumannsembætti; og verið sérfróður meðdómandi fyrir dómstóla, í vel á þriðja þúsund forsjár- og umgengnismála.

Gunnar hefur starfsréttindi á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann hefur rekið eigin sálfræðistofu, Upptök, frá árinu 1993, sem nú tilheyrir Sálfræðisetrinu Klöpp, Klapparstíg 25-27, Rvk.

Gunnar hefur frá árinu 2013 stundað kennslu meistaranema í klínískri sálfræði við sálfræðideild Háskóla Íslands. Hann varð þar fyrsti forstöðumaður Sálfræðiráðgjafar háskólanema og handleiddi þar hátt á annað hundrað meistaranema við meðferð hátt á sjöunda hundrað skjólstæðinga.

Við Háskóla Íslands (2018-nú) leiðir hann SÁLRÆKT hópmeðferð við mismunandi vanda, annars vegar fyrir hóp íslensku mælandi nema og hins vegar fyrir hóp ensku mælandi nema.

Gunnar sat í Umsagnarnefnd sálfræðideildar HÍ um starfsréttindi og sérfræðiréttindi sálfræðinga. Einnig í fyrsta Fagráði skólans um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni; og í fyrsta Stýrihópi um geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur HÍ.

Gunnar kynnti Jákvæða sálfræði hérlendis upp úr aldamótum, en sú fræðigrein rannsakar karakter styrkleika og lífshamingju fólks. 

Schedule Appointment

Start your new path in life and be the change today!

CLICK HERE