Switch to Accessible Site
slogan
Blue Mountains
Blue Mountains

Velkomin

Gunnar Hrafn Birgisson er klínískur sálfræðingur sérhæfður annars vegar í Rökrænni Tilfinninga & Hugrænni Atferlis Meðferð, í vinnu með sálræna þætti einstaklinga, og hins vegar í Para- & Fjölskyldumeðferð, í vinnu með samskipti og tengsl á milli fólks. Hann hefur starfsréttindi á Íslandi og í Bandaríkjunum. Gunnar hefur rekið eigin sálfræðistofu frá árinu 1993.

Frá árinu 2013 hefur Gunnar verið forstöðumaður Sálfræðiráðgjafar háskólanema við Háskóla Íslands. Þar sinnir hann kennslu og starfsþjálfun fyrir meistaranema í hagnýtri klínískri sálfræði. Á skólaárinu 2018-2019 stýrir hann tilraunaverkefninu SÁLRÆKT sem er hópmeðferð fyrir háskólanema. Hann sat í Umsagnarnefnd sálfræðideildar um starfsréttindi og sérfræðiréttindi sálfræðinga; í Fagráði skólans um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni; og er nú í Stýrihópi um geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur háskólans.

Klínísk sálfræði fæst við að greina og leysa úr sálrænum vanda. Þessi fræðigrein fæst við að rannsaka, greina og vinna úr sálrænum vanda, svo sem það hvernig skilja má, leysa úr eða nýta sér erfiðar tilfinningar, s.s. kvíða og þunglyndi; hvernig má stilla skap sitt betur sé þess þörf; gera hegðun sína árangursríkari og bæta samskipti sín og tengsl við aðra.

Gunnar nýtir einnig Jákvæða sálfræði sem fæst við að rannsaka lífshamingju, manngildi, s.s. heiðarleika og hugrekki, og margvíslega karakterstyrkleika. Þar er skoðað hvernig menn geta nýtt eigin hæfileika markvissar og staðið betur með sér og öðrum, ræktað sjálfa sig, aukið heilbrigði sitt og gæði lífs síns.  

Schedule Appointment

Start your new path in life and be the change today!

CLICK HERE