Switch to Accessible Site
slogan
Blue Mountains
Blue Mountains

Velkomin

Hér er að finna efni til fróðleiks og gagns um jákvæða sálfræði og klíníska sálfræði.

Jákvæð sálfræði er ný og spennandi grein sálfræðinnar. Hún fæst við að rannsaka og skilja betur mannlega styrkleika og mannkosti. Hún fjallar um jákvæða karaktereiginleika sem máli skipta til þess að við getum átt góð samskipti, nýtt eigin hæfileika, staðið með okkur sjálfum, notið okkar sem best og lifað góðu lífi. Hún er um spurningarnar um það það hvernig við getum aukið lífsgæði, velsæld og hamingju. Hún er um helstu mannkosti sem þekktir eru í öllum samfélögum í heiminum, mannkosti sem við getum bæði lært að þekkja betur og þroskað með okkur í gegnum lífið.

Klínísk sálfræði fæst við það hvernig við getum betur skilið veikleika okkar og hvernig við getum unnið á þeim. Hún eru um það hvernig við getum ransakað sálrænan vanda, dýpkað þekkingu okkar á honum og greitt úr sálrænum vandamálum. Hvernig við t.d. getum komist yfir tilfinningalega erfiðleika, s.s. kvíða og þunglyndi, stillt skap og hegðun okkar betur, ásamt því að leysa úr samskiptaerfiðleikum.
Schedule Appointment

Start your new path in life and be the change today!

CLICK HERE