Switch to Accessible Site
slogan
Blue Mountains
Blue Mountains

Velkomin

Gunnar Hrafn Birgisson er klínískur sálfræðingur sérhæfður í röklegri tilfinninga- & hugrænni atferlismeðferð og í para- & fjölskyldumeðferð. Hann hefur starfsréttindi á Íslandi og í Bandaríkjunum. Gunnar hefur rekið eigin sálfræðistofu frá árinu 1993. Frá árinu 2013 hefur hann einnig verið forstöðumaður Sálfræðiráðgjafar háskólanema við Háskóla Íslands, auk þess að kenna og starfa þar við sálfræðideildina. Á vegum skólans hefur hann starfað í umsagnarnefnd um starfsréttindi og sérfræðiréttindi sálfræðinga; í fagráði um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni; og í stýrihópi um geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur.

Klínísk sálfræði fæst við að greina og leysa úr sálrænum vanda. Þessi fræðigrein hjálpar okkur að mannlega veikleika og sýnir leiðir til að vinna úr þeim. Hún snýst um að rannsaka sálrænan vanda, dýpkaa þekkingu okkar á honum og greiða úr sálrænum flækjum. Hún fjallar m.a. um það hvernig við getum fengist við erfiðar tilfinningar, s.s. kvíða og þunglyndi, lært að stilla eigið skap og hegðun sína betur, auk þess að leysa úr samskiptaerfiðleikum með betri árangri.

Gunnar nýtir einnig jákvæða sálfræði sem er ný og spennandi fræðigrein. Hún fæst við að rannsaka mannlega styrkleika og mannkosti. Hún fjallar um persónueiginleika sem bæta samskipti manna og það hvernig maður getur markvissar nýtt eigin hæfileika, staðið með sér, ræktað sig og mögulega lifað betra eða heilbrigðara lífi.

Schedule Appointment

Start your new path in life and be the change today!

CLICK HERE